vika númer 1 búin af 2008

hæ,

Jæja vika númer eitt búin og einungis 50 vikur til jóla og 51 vika í áramótin. Merkilegt nokk.

Annars er það að frétta að Alexander kvaddi jólin með alveg hrikalega góðri súkkulaðiköku. Pilturinn er bara magnaður í bakstrinum og framtíðin er björt. Ég bakaði gulrótarköku sem endaði í ruslinu því hún var ekki tvífætlingum bjóðandi. Mín eina von er að hún ilmi vel í kötlum ruslakarlanna á komandi vikum.

Dagurinn endaði á ljómandi hangikjöti hjá Heiðu og svo skíttapaði ég í Rommí á meðan ljúflingarnir mínir horfðu á snilldarteiknimyndina Ratatoullie. Mynd sem fær tárin fram hjá mér.

Ég bið að heilsa í bili...by the way ef þið hafið einhverja vinnu handa mér sem veitir meiri gleði en hjá UPS þá er það vel þegið.

A

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hehe, verð að vera sammála með kökuna, sorry ;o( hún var soldið skrýtin.. en pilturinn gerði góða hluti.....

Heiðagella
Addý Guðjóns sagði…
Ég er farin að efast stórlega um það að rauðhærða vinkona þín búi í Óðinsvéum! Ja, allavega ekki þeim Óðinsvéum sem ég bý í!
Kv.
Addsin paddsin.
Arnar Thor sagði…
Og rakinn 100 prósent...minnir mig á góða daga á miðnesheiðinni.

Vinsælar færslur